Samverustund í Hallgrímskirkju í beinu streymi
Í dag, sunnudaginn 12. nóvember kl 17:00, verður samverustund í Hallgrímskirkju fyrir alla þá Grindvíkinga sem hafa þurft að yfirgefa heimili sín.
Athöfnin verður í beinu streymi í spilaranum hér að ofan.
Sr. Elínborg Gísladóttir leiðir stundina, Kristján Hrannar organisti sér um tónlistina og meðlimir úr Kór Grindavíkurkirkju leiða almennan söng. Biskup Íslands, Agnes M Sigurðardóttir mun ávarpa okkur. Fannar Jónasson segir nokkur orð, sem og forseti Íslands, Hr. Guðni Th. Jóhannesson.
Grindavíkurkirkja hvetur alla sem geta til að mæta og hitta aðra bæjarbúa og sækja styrk og von í náunga okkar á þessum óvissudögum.
Allir hjartanlega velkomnir.