Falleg jólakveðja frá Grindavíkurdætrum
Grindavíkurdætur senda landsmönnum öllum hlýja kveðju inn í desember. Í ár ákváðu þær að gefa út lag og myndband í stað hefðbundins tónleikahalds. „Við vonum að þessi frumraun okkar færi ykkur birtu og yl hvar sem þið eruð stödd,“ segir á Facebooksíðu Grindavíkurdætra en höfundur lags og texta er Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir. Maiia Ischenko lék á píanó.