Fagurblátt prótein í Bláa lóninu
– rætt við Ásu Brynjólfsdóttur þróunarstjóra Bláa lónsins í Sjónvarpi Víkurfrétta
Fagurblátt prótein er meðal efna sem eru til skoðunar í rannsóknar- og þróunarsetri Bláa lónsins.
Sjónvarp Víkurfrétta kynnti sér rannsóknir og þróun við Bláa lónið á kynningu á Auðlindagarðinum sem haldin var í Hörpu á dögunum. Í meðfylgjandi innslagi er viðtal við Ásu Brynjólfsdóttur þróunarstjóra Bláa lónsins.