Mánudagur 22. febrúar 2010 kl. 11:07

Evrópuvélar Icelandair farnar frá Leifsstöð

Millilandaflug Icelandair frá Keflavíkurflugvelli komst í fullan gang í morgun, strax eftir að fulltrúar flugvirkja og Icelandair handsöluðu nýjum kjarasamning hjá Ríkissáttatsemjara rétt fyrir klukan átta í morgun og verkfallinu var aflýst.


Annað verkfall vofir yfir ef samningurinn varður ekki samþykktur. Þegar samningamenn tókust í hendur í morugn hafði samningafundurinn staðið í tuttugu og eina klukkustund.
Samningurinn var formlega undirritaður þegar búið var að ganga frá öllum skjölum að sögn vísis.is og verður hann nú kynntur í flugvirkjafélaginu og borinn þar undir atkvæði félagsmanna. Staðan núna er sú að allar 22 vélar Icelandair komast til og frá landinu í dag, eins og til stóð.


Vegna seinkana í morgun liggur þó fyrir að seinkun verður líka á heimkomu vélanna í dag.


Meðfylgjandi myndband var tekið í morgun þegar vélar voru að búa sig til brottfarar og því fylgja mörg handtök.