Erfið akstursskilyrði og auðvelt að velta
Nú eru erfið akstursskilyrði á Suðurnesjum. Hálka og krapi eru á vegum og við þessar aðstæður er auðvelt að missa stjórn á ökutæki og velta því. Jeppabifreið valt á Grindavíkurvegi í gærkvöldi í krapa og fljúgandi hálku. Þrjár konur voru í bílnum og voru þær allar fluttar á sjúkrahús. Meiðsli voru hins vegar ekki alvarleg.
Ástæða er tið að hvetja fólk til að fara varlega í umferðinni og búast má við svipuðu veðri áfram eitthvað fram í næstu viku.