Er jólaljósin ljóma - myndskeið
Húsfyllir var á aðventukvöldi í Keflavíkurkirkju í gærkvöldi þar sem kór Keflavíkurkirkju flutti hátíðleg jólalög í gærkvöldi. Þá ræddi sr. Skúli S. Ólafsson við söfnuðinn á milli söngatriða.
Í meðfylgjandi myndskeiði frá aðventukvöldinu í gær má sjá kór Keflavíkurkirkju flytja titillag aðventukvöldsins, Er jólaljósin ljóma. Arnór Vilbergsson stjórnaði og lék á píanó og Birna Rúnarsdóttir lék á þverflautu.
Video og mynd: Hilmar Bragi Bárðarson