Ennþá í sumarstarfinu frá 1986
Ævar Ingólfsson réð sig í sumarstarf á bílasölu árið 1986. Núna, 33 árum síðar, er hann ennþá í starfinu. Ævar starfaði hjá Símanum sem ungur maður. Hann var í verkefnum hjá Varnarliðinu við að draga sjónvarpskapla vítt og breitt um Keflavíkurfugvöll. Hann sá auglýsingu í Víkurfréttum þar sem auglýst var eftir sölumanni í sumarafleysingar hjá Bílasölu Brynleifs. Verandi með bíladellu sótti hann um starfið og fékk.
Sumarstarfið varð til framtíðar og að lokum fór svo að Ævar keypti bílasöluna, byggði yfir hana nýtt húsnæði á besta stað í bænum og er enn að selja Suðurnesjamönnum Toyota. Sjónvarpsmenn Suðurnesjamagasíns fóru á rúntinn með Ævari í vikunni og ræddu við hann um bíla.
Innslagið er í spilaranum hér að ofan.