Þriðjudagur 27. febrúar 2024 kl. 17:03

Engir gígar í bæjarstæði Grindavíkur

„Það eru engir gígar í bæjarstæði Grindavíkur,“ segir Sigurður Ágústsson, fyrrum lögreglumaður og sveitarstjórnarmaður í Grindavík. Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hélt upplýsingafund fyrir íbúa Grindavíkur í Laugardalshöllinni í gær, þar sem farið var yfir stöðu jarðhræringa og innviða í og við Grindavík.

Þau Freysteinn Sigmundsson frá Háskóla Íslands og Kristín Jónsdóttir frá Veðurstofu Íslands, fóru yfir stöðu jarðhræringanna og sýndu hugsanlegt hraunflæði ef eldgos kemur upp á þeim stöðum sem talið er líklegast að það komi upp. Ari Guðmundsson hjá Verkís fór yfir vinnuna við Varnargarðana og Hallgrímur Örn Arngrímsson sem sömuleiðis vinnur hjá Verkís, fór yfir stöðu og framhaldið á jarðkönnunum. Atli Geir Júlíusson, sviðsstjóri á Skipulags- og umhverfissviði hjá Grindavíkurbæ, fór yfir stöðu innviða í Grindavík. Reynir Sævarsson hjá EFLU fór yfir stöðuna á rafmagni og heitu vatni í Grindavík og lögreglustjórinn á Suðurnesjum, Úlfar Lúðvíksson, fór yfir hvernig tekist hefur með opnun aftur inn í Grindavíkurbæ og hvernig hann sér framhaldið fyrir sér.

Í spilaranum eru viðtöl sem tekin voru eftir fundinn.