Enginn dauður tími á Keflavíkurflugvelli
Umsvif á Keflavíkurflugvelli aukast stöðugt. Nú er ekki lengur hægt að tala um dauðan tíma því ferðamenn koma orðið jafnt og þétt alla mánuði ársins. Traffíkin um flugvöllinn í vetur á eftir að aukast frá síðasta vetri eins og við komumst að raun um þegar við tókum Björn Óla Hauksson, forstjóra Isavia, tali þegar evrópska flugfélagið easyJet opnaði nýjar flugleiðir frá Keflavíkurflugvelli á dögunum.