Enginn á hugi á að valda usla í flugstöðinni
Það verður stigið varlega til jarðar í málefnum Flugstöðvarinnar á Keflavíkurflugvelli, en umræða hefur verið um að Flugstöð Leifs Eiríkssonar þurfi að skila aukalega rúmum einum milljarði króna inn í ríkisstjóð. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, gerir sér vonir um mikinn vöxt í ferðaþjónustunni og flugrekstrinum á næsta ári.
Ráðherra segir að til standi að fara yfir það hvort það sé endilega sjálfgefið að gefa 100 prósent afslátt af vörugjöldum af. t.d. tóbaki í Fríhöfn. Steingrímur sagði að sem gamall samgönguráðherra hafi hann engan áhuga á að fara valda einhverjum usla í flugstöðinni í Keflavík.