Elva Dögg kölluð heim frá Danmörku til að taka sæti á Alþingi
Elva Dögg Sigurðardóttir varð á dögunum óvænt þingkona fyrir Viðreisn í Suðurkjördæmi. Elva skipar 4. sæti á lista flokksins í kjördæminu og var því ekki að gera ráð fyrir því að taka sæti sem varaþingmaður á Alþingi Íslendinga. Þegar Guðbrandur Einarsson þurfti að taka sér leyfi frá þingstörfum og þau sem skipa 2. og 3. sætið gátu ekki leyst hann af, var haft samband við Elvu Dögg. Hún er í námi í Danmörku en skellti sér um borð í næstu flugvél og flaug heim til Keflavíkur.
Suðurnesjamagasín heimsótti Elvu Dögg í Alþingishúsið við Austurvöll og tók púlsinn á henni í óvæntu þingverkefni.