Elsta sjoppan, FS-ingar á Gaza og örþörungar
- meðal efnis í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta og sá þrítugasti á þessu ári, verður á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN í kvöld. Þátturinn er frumsýndur kl. 21:30 en hann er svo endursýndur á tveggja tíma fresti í sólarhring.
Í þætti kvöldsins tökum við hús á nemendum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja sem kynntu sér átakasvæði á Gazaströndinni fyrir botni Miðjarðarhafs. Við skoðum einnig líftæknifyrirtækið Algalíf á Ásbrú í Reykjanesbæ sem ræktar örþörunga og vinnur úr þeim verðmætt fæðubótarefni. Einnig eru svipmyndir frá Keflavíkurdeginum í Íþróttahúsi Keflavíkur um nýliðna helgi.
Í síðari hluta þáttarins heimsækjum við svo elstu sjoppu Keflavíkur og hugsanlega elstu starfandi sjoppu landsins, Brautarnesti við Hringbraut.
Fyrir ykkur sem eruð að springa úr spenningi þá má horfa á nýjasta þáttinn í meðfylgjandi myndskeiði. Þátturinn er í 1080P myndgæðum og því tilvalið að horfa á þáttinn í gegnum AppleTV í sjónvarpinu heima í stofu. Ekki gleyma að poppa!