Fimmtudagur 9. júní 2016 kl. 16:09

Ellefu ára uppfinningamaður í Vogum

- og margt annað áhugavert í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Nýjasti þáttur Sjónvarps Víkurfrétta og sá 23. á árinu er kominn á vefinn og það í háskerpu.

Í fyrri hluta þáttarins förum við á bryggjurall í Keflavík og tökum skóflustungu að nýju flugskýli Icelandair á Keflavíkurflugvelli. Þar er stærsti vinnustaður iðnaðarmanna á Íslandi.

Í síðari hluta þáttarins heimsækjum við 11 ára uppfinningamann í Vogum, tökum stöðuna á framkvæmdum í flugstöðinni og förum á Sjóarann síkáta í Grindavík.

Sjónvarp Víkurfrétta er á dagskrá sjónvarpsstöðvarinnar ÍNN öll fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þáttinn má nálgast á vef Víkurfrétta í háskerpu.