Föstudagur 10. október 2014 kl. 14:00

Elíza Newman, Senegalflúra og Hallgrímur

– í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta

Við kíkjum í fámennið í þætti vikunnar af Sjónvarpi Víkurfrétta. Þannig fórum við út í Hafnir og tókum hús á Elízu Newman sem nýlega hefur keypt sér hús í þorpinu. Við förum einnig til Sandgerðis í þættinum þar sem við kynnum okkur Hallgrímshaust. Þá fórum við út á Reykjanesbæ og fræddumst um Senegalflúru sem þar er ræktuð í stærstu fiskeldisstöð heims á landi. Stöðin er í dag 22.000 fermetrar en verður orðin 75.000 fermetrar þegar hún verður fullbyggð.

Þátturinn er á dagskrá ÍNN í kvöld kl. 21:30 og 23:30. Þeir sem ekki nenna að bíða eftir þættinum í kvöld geta horft á hann hér á vf.is í 1080P-myndgæðum.