Eldingin í þotu WOW náðist á myndband - Sjáðu það hér!
Mynd af eldingu sem laust niður í þotu WOW í flugtaki frá Keflavíkurflugvelli í morgun hefur farið eins og eldur um internetið. Myndin er tekin út úr myndskeiði sem Halldór Guðmundsson náði í morgun.
Eins og sjá má á myndbandinu sem Víkurfréttir hafa fengið til birtingar er þetta hreint magnað augnablik. Þotan, TF-GAY, frá WOW air hélt áfram för sinni frá Keflavík til Parísar.