Eldheitur skjálftafundur í bæjarstjórn
– „Stríðið er byrjað“ og „Böðvar fer hamförum“ meðal setninga sem féllu.
Það var uppsöfnuð spenna sem var leyst úr læðingi á fyrsta bæjarstjórnarfundi eftir sumarfrí í bæjarstjórn Reykjanesbæjar á þriðjudagskvöld, eins og við greindum frá í Víkurfréttum í gær.
Talsverðar umræður voru um ráðningu bæjarstjóra og eins um lýðræði í bæjarmálum. Meðfylgjandi er samantekt frá bæjarstjórnarfundinum. Samantektin er klippt saman úr upptöku bæjarstjórnar sem notast við vefmyndavél við hljóð- og myndritun bæjarstjórnarfunda. Myndgæði eru því slök en heitar umræðurnar skila sér engu að síður beint til áhorfenda.