Eldgos, skólaafmæli og ungmenni í Finnlandsför í Suðurnesjamagasíni
Það er áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Við förum með ungmennum úr Reykjanesbæ til Finnlands og sjáum skemmtilegt innslag úr ferðalaginu frá nýjum liðsmanni okkar, Thelmu Hrund Hermannsdóttur.
Njarðvíkurskóli fagnar 80 ára afmæli á þessu ári og tímamótanna var minnst í liðinni viku með dansveislu og þemadögum í skólanum. Við vorum þar.
Ár er liðið frá því eldgos hófst í Geldingadölum. Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, ræddi eldsumbrotin og mögulega atburðarás á næstu misserum við Grindvíkinga á opnum fundi í menningarhúsinu Kvikunni. Við vorum þar og tókum prófessorinn tali.
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is öll fimmtudagskvöld kl. 19:30.