Fimmtudagur 11. október 2018 kl. 20:30

El Clásico, hinn Valdinn og skórnir hans Helga

- í Suðurnesjamagasíni Víkurfrétta þessa vikuna

El Clásico eða baráttan um Reykjanesbæ er stór körfuboltaviðburður í þegar liðin Njarðvík og Keflavík mætast í árlegum nágrannaslag. Sjónvarpsmenn Víkurfrétta voru á leiknum í Njarðvík sl. föstudag.
 
Þorvaldur Halldórsson er hinn Valdinn í hljómsveitinni Valdimar. Við tókum hús á Valda í Tónlistarskóla Reykjanesbæjar. Skemmtilegt innslag í þætti vikunnar.
 
Helgi Líndal er að gera góða hluti þegar kemur að skóm og hönnun. Sjónvarpsmenn tóku hús á Helga fyrir þátt vikunnar.