Ekkert í stjórnsýslu ríkisins stoppar Helguvík
„Við erum að sjá fyrir endan á ýmsum hindrunum sem verið hafa í vegi Helguvíkur, þó að örlítið sé eftir þá eru stjórnvöld að taka það alvarlega og hafa sett fólk til verka að greina hindranirnar og reyna að koma okkur framúr þeim. Það stoppar ekkert í stjórnsýslu ríkisins en það eru engu að síður hindranir sem við þurfum að vinna á í sameiningu,“ segir Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra, í viðtali við Víkurfréttir eftir fund um atvinnumál sem haldinn var í Garði í gærkvöldi. Viðtalið við Katrínu er í meðfylgjandi myndskeiði.