„Eitt ár á Suðurnesjum“
- ljósmyndasýningar í Duus safnahúsum á Ljósanótt
„Eitt ár á Suðurnesjum“ er heiti ljósmyndasýningar sem sett hefur verið upp í Listasal Duus Safnahúsa. Sýningin er afrakstur ljósmyndasamkeppni þar sem um 350 myndir bárust. Myndirnar þurftu að hafa verið teknar á tímabilinu 17. júní 2017 til 17. júní 2018. Systursýningin „Eitt ár í Færeyjum“ er einnig í bíósal Duus Safnahúsa.
Suðurnesjamagasín Víkurfrétta ræddi við Valgerði Guðmundsdóttur, menningarfulltrúa Reykjanesbæjar, um ljósmyndasýningarnar. Innslagið er í spilaranum hér að ofan.