Þriðjudagur 15. desember 2015 kl. 20:11

„Eins og það sé búið að berja úr mér lífið“

– Ásmundur Friðriksson í viðtali við Sjónvarp Víkurfrétta

Ásmundur Friðriksson alþingismaður hefur fengið að finna fyrir samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann greiddi atkvæði gegn kjarabótum öryrkja og aldraðra. Í viðtali við Víkurfréttir segir Ásmundur að honum líði eins og það sé búið að berja úr honum lífið.

Sjónvarp Víkurfrétta tók viðtal við Ásmund í síðustu viku þar sem farið var um víðan völl. Hann stendur m.a. í bókaútgáfu fyrir þessi jól og um hana verður m.a. fjallað í þætti Víkurfrétta á ÍNN nú á fimmtudaginn.

Í meðfylgjandi myndskeiði birtum við kafla úr viðtalinu þar sem Ásmundur talar um það sem gekk á í liðinni viku.