Ein skærasta stjarna tónlistarinnar á Suðurnesjum
Valdimar Guðmundsson er í dag ein skærasta stjarna tónlistarlífsins á Suðurnesjum. Hann kom fram í gærkvöldi með hljómsveit sinni á hátíðarsviði Ljósanætur að lokinni flugeldasýningunni og hélt í raun flugeldasýningunni áfram í formi tónlistar. Meðfylgjandi er lítið myndbrot frá tónleikum Valdimars í gærkvöldi.
Fleiri myndbrot frá Ljósanótt eru væntanleg á vf.is.
Kvikmyndataka: Hilmar Bragi með Nokia N8.