Mánudagur 19. ágúst 2013 kl. 11:53

„Ég reyni að sanna mig í hverjum leik“

Daníel Gylfason skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild

Varamaðurinn Daníel Gylfason kom Keflvíkingum yfir í sigurleik gegn Valsmönnum í gær í Pepsi-deild karla í í fótbolta. Daníel sem er tvítugur, hefur verið að fá fleiri tækifæri með Keflvíkingum að undanförnu en hann var á láni hjá nágrönnunum í Njarðvík fyrr í sumar. Daníel sagði í samtali við Víkurfréttir að sérstaklega væri sætt að skora sitt fyrsta mark í Pepsi-deildinni í svona mikilvægum baráttuleik þar sem allir væru að leggja sig fram. Viðtal við Daníel má sjá hér að neðan.