Mánudagur 5. júlí 2010 kl. 17:35

Ef við nýtum ekki færin náum við ekki öllum stigunum

„Við berum mikla virðingu fyrir FH en við gerum það líka fyrir okkur hér í Keflavíkurliðinu og við ætluðum svo sannarlega að landa sigri hérna og klára toppsætið, það voru alveg forsendur til þess, tvisvar stöður maður á móti markmanni þar sem Gulli ver frábærlega og svo tvö þrjú önnur dauðafæri og það er auðvitað það sem skilur á milli. Ef við nýtum ekki færin náum við ekki öllum stigunum,“ sagði Willum en undir hans stjórn hefur Keflavík leikið 10 leiki í deildinni og aðeins tapað einum leik á útivelli og er í toppbaráttunni. - Ítarlegt viðtal við Willum Þór í Sjónvarpi Víkurfrétta hér á vf.is