Dreamliner æfir við erfiðar aðstæður á Keflavíkurflugvelli
Hin nýja Dreamliner, eða Boeing 787, lenti á Keflavíkurflugvelli í á miðvikudaginn til prófana í hliðarvindi. Flugvélin verður hér við reynsluflug í allt að vikutíma.
Keflavíkurflugvöllur er sagður þekktur fyrir sterka vinda. Flugbrautir liggja þvers og kruss svo hægt er að prófa þar lendingar í hliðarvindi, hvernig sem vindur blæs.
Flugferðin til Íslands mun vera fyrsta alvörureynsluflugferð Dreamliner út fyrir Bandaríkin og önnur ferð flugvélarinnar frá Bandaríkjunum. Hins vegar fór fyrsta reynsluflug vélar af gerðinni Dreamliner fram í desember á síðasta ári.
Bæði Boeing og Airbus hafa notað Keflavíkurflugvöll til reynsluflugs í hliðarvindi. Þar voru m.a. bæði Boeing 777 og Airbus A380 þotur.
Sem kunnugt er hefur Icelandair tryggt sér kauprétt á Boeing 787 Dreamliner-flugvélum.
Meðfylgjandi videomyndir voru teknar á Keflavíkurflugvelli bæði í gær og í dag.
Myndir: Hilmar Bragi Bárðarson