Draugar í Höfnum reyndust haugar
- áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni kominn í loftið
Suðurnesjamagasín - vikulegur þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er á dagskrá Hringbrautar og vf.is í kvöld. Í þætti vikunnar heimsækjum við keflvíska listakonu sem býr á höfuðborgarsvæðinu en er með vinnustofu í Höfnum. Við kynnum okkur skipulagsmál í Reykjanesbæ og verðum vitni að uppákomu í fangaklefa lögreglunnar í Keflavík. Við skoðum líka nýjustu hverfisverslun svæðisins og heyrum af málefnum kísilverksmiðjunnar í Helguvík.