Föstudagur 8. október 2010 kl. 12:53

Dökk mynd af ástandinu á Suðurnesjum

Við upphaf borgarafundar um atvinnumál sem haldinn var í Reykjanesbæ í gær var dregin upp dökk mynd af ástandinu á Suðurnesjum, eins og það gæti orðið árið 2013 ef þróunin eins og hún er í dag heldur áfram, atvinnuleysið eykst og hjól atvinnulífsins hætta að snúast.

Meðfylgjandi mynd er svokölluð sviðsmynd þar sem ástandið er málað í dökkum litum. Meðfylgjandi myndskeið er sett upp sem frétt sem gæti verið flutt árið 2013. Fréttin var unnin í samstarfi Víkurfrétta og Lykilráðgjafar.