Davíð til fundar við Suðurnesjafólk
- Sjáið viðtal við Davíð Oddsson í Sjónvarpi Víkurfrétta
Davíð Oddsson forsetaframbjóðandi verður með framboðsfund á Hótel Park Inn by Radisson að Hafnargötu 57 í Keflavík í kvöld kl. 20:00. Þar mun hann kynna framboð sitt til forseta Íslands og skiptast á skoðunum við fundargesti.
Davíð hefur verið á ferðinni um Suðurnes í dag þar sem hann hefur heimsótt fyrirtæki og stofnanir. Hann fór m.a. í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og heimsótti Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. Þá kom hann við í Krossmóa í Reykjanesbæ og heimsótti þar skrifstofur Víkurfrétta eftir að hafa rætt við fólk í afgreiðslu Landsbankans.
Sjónvarp Víkurfrétta ræddi við Davíð í heimsókninni.