Danskompaní með sjö dansara á heimsmeistaramót
Sjö dansarar listdansskólans Danskompaní í Reykjanesbæ hafa nú tryggt sér þátttöku á Heimsmeistaramótinu í dansi sem fram fer í Portúgal í sumar. Með glæsilegum árangri í undankeppni mótsins, sem haldin var um þarsíðustu helgi, komust stelpurnar allar inn í landslið Íslands í dansi en þær kepptu með ellefu atriði í undankeppninni og unnu níu þeirra til verðlauna.
Danskompaní hefur um nokkurra mánaða skeið verið til húsa í nýrri aðstöðu við Brekkustíg í Njarðvík. Sólborg Guðbrandsdóttir kíkti þangað og ræddi við kraftmikla dansara.