Dansbikar BRYN 2014 - myndskeið
BRYN BALLETT AKADEMÍAN er staðsett á Ásbrú í Reykjanesbæ. Þar var haldin Dansbikar BRYN um liðna helgi þar sem nemendur skólans kepptu í dansi. Mörg falleg tilþrif mátti sjá á dansgólfinu í bæði einstaklings- og hópakeppni.
Í Sjónvarpi Víkurfrétta í kvöld er stutt sýnishorn frá dansbikarkeppninni. Hér er hins vegar lengra myndband með nokkrum dansatriðum úr keppninni.
)