CNN á Suðurnesjum
Íslandsþáttur CNN Business Traveller var sendur út hjá alþjóðlegu fréttastöðinni í dag. Það er Richard Quest sem stýrir þættinum sem verður samtals sýndur 10 sinnum á þeirri rás CNN sem dreift er um allan heim.
Quest og tökulið frá CNN dvaldi hér á landi í lok nóvember við gerð þáttarins sem er í tvennu lagi. Töluvert var tekið upp af efni á Suðurnesjum en Quest fór með forsetahjónunum í Bláa lónið. Þá fékk
Icelandair mikla athygli í þættinum og var tökuliðið hálfan dag í Flugstöð Leifs Eiríkssonar við tökur.
Víkurfréttir tóku þátt í því verkefni með CNN. Nánar um það í Víkurfréttum í næstu viku. Meðfylgjandi er þátturinn sem var frumsýndur á CNN í dag. Þátturinn er í tveimur hlutum.
SEINNI HLUTI ÞÁTTARINS