Charles Parker ætlar að grýta þig ef þú mætir ekki í Höllina
Keflvíkingar bregða hér á leik með skemmtilegu upphitunarmyndbandi þar sem eldri leikmenn liðsins, þeir Magnús Gunnarsson og Gunnar Stefánsson skora á nýliðana Val Orra Valsson, Hafliða Brynjarsson og Almar Guðbrandsson í skotkeppni. Að sjálfsögðu fá svo þeir sem tapa ærlega að kenna á því eins og sjá má í myndbandinu.
Erlendu leikmenn Keflvíkinga koma svo skilaboðum áleiðis til aðdáenda er þeir spreyta sig á okkar áskæra ylhýra tungumáli. Sjón er sögu ríkari.