Föstudagur 6. október 2023 kl. 23:31

Bylting á HSS og draumastörfin í Suðurnesjamagasíni

Það er flottur þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Í þætti vikunnar heimsækjum við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en þar hefur orðið bylting í aðbúnaði fyrir bæði sjúklinga og starfsfólk. Allt um það í þætti vikunnar.

Starfsgreinakynning fyrir grunnskólabörn á Suðurnesjum fór fram í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík. Suðurnesjamagasín kynnti sér spennandi framtíðarstörf.

Þáttinn endum við svo á myndaveislu og viðtölum við Víðismenn sem áttu góðan dag í Laugardalnum á dögunum.

Suðurnesjamagasín er í spilaranum hér að ofan.