Búningagleði á öskudegi í Reykjanesbæ
Það ríkti mikil búningagleði hjá yngstu kynslóðinni í Reykjanesbæ í dag í tilefni öskudagsins. Krakkar fóru um allan bæ í fyrirtæki og sungu fyrir starfsmenn og fengu í staðinn sælgæti í pokann sinn.
Fjölmenni var samankomið í Reykjaneshöllinni eftir kl. 14 í dag og var búið að koma upp leiktækjum fyrir yngstu kynslóðina sem skemmtu sér konunglega. Kötturinn var slegin úr tunnunni eins og siður er á þessum degi.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá öskudeginum en myndsafn af mörgum glæsilegum búningum má finna hér.
Nokkrir hressir krakkar kíktu í heimsókn til okkar á Víkurfréttir í dag og tóku lagið. Hér að neðan má sjá tvo hópa af krökkum sem lögðu talsvert í sinn flutning. Frábærir krakkar í Reykjanesbæ!