Fimmtudagur 16. febrúar 2012 kl. 10:19

Brúarfoss hættulega nálægt landi - video

Brúarfoss hafði rekið hættulega nálægt landi þegar loks tókst að koma vélum skipsins í gang og sigla því aftur inn á rétta siglingarleið núna snemma í morgun. Flutningaskipið varð vélarvana við Garðskaga í nótt og rak hratt í átt að landi undan vestan stormi og í 7 metra ölduhæð.

Meðfylgjandi myndband var tekið í nótt. Fremst eru myndir teknar frá Garðskaga og hins vegar þegar þyrla Landhelgisgæslunnar kom og fór frá Sandgerði.

VF-myndir: Hilmar Bragi