Fimmtudagur 4. janúar 2018 kl. 20:00

Brot af því besta úr Suðurnesjamagasíni 2017

- Suðurnesjamagasín á dagskrá Hringbrautar kl. 20

Við tökum upp þráðinn frá því í síðustu viku og höldum áfram að skoða brot af því sem við vorum að fást við í Suðurnesjamagasíni á síðasta ári. Að þessu sinni eru flest brotin frá síðari hluta ársins en í síðasta þætti vorum við að skoða fyrri hluta ársins.
 
Í næstu viku mætum við svo með nýjan þátt af Suðurnesjamagasíni úr smiðju Sjónvarps Víkurfrétta.
 
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar kl. 20:00 á fimmtudagskvöldum. Þátturinn er einnig á dagskrá vf.is og má horfa á hann í spilaranum hér að ofan í háskerpu.