Breiðbandið, Danskompaní, kosningar og sjómennska í Suðurnesjamagasíni
Fjölbreyttur þáttur frá Víkurfréttum í hverri viku á Hringbraut og vf.is
Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar í kvöld en þátturinn er einnig aðgengilegur hér á vf.is. Framundan er fjölbreyttur þáttur. Við fórum á framboðsfund allra flokka í Reykjanesbæ og þá fóru þau Árni Þór og Sólborg í Danskompaní. Við gefum ykkur tóndæmi frá 15 ára afmælistónleikum Breiðbandsins, sem er latasta hljómsveit Suðurnesja. Þáttinn byrjum við hins vegar á sjómennsku.