Fimmtudagur 10. mars 2022 kl. 19:30

Bollugerð, menningarhúsið Kvikan og syngjandi systkini í Suðurnesjamagasíni

Það er heldur betur áhugaverður þáttur af Suðurnesjamagasíni í þessari viku. Við heimsækjum Víking sjávarfang þar sem vinsælir grænmetisréttir eru að ná yfirhöndinni í framleiðslunni. Menningarhúsið Kvikan í Grindavík varð einnig á vegi fréttasnápa Suðurnesjamagasíns. Þá tökum við hús á systkinunum Má og Ísold sem eru að fara að syngja til úrslita í Söngvakeppninni 2022. Í þættinum má einnig sjá og heyra órafmagnaða útgáfu af þeirra lagi. Þá skoðum við tjón á golfvellinum að Húsatóftum og segjum frá söfnun fyrir Úkraínu.

Suðurnesjamagasín er á dagskrá Hringbrautar og vf.is kl. 19:30 á fimmtudagskvöldum.