Mánudagur 23. janúar 2012 kl. 14:25

Blótandi kokkar stigu á svið

Kokkarnir og gleðigjafarnir, Magnús Þórisson og Haraldur Helgason, oftast kenndir við réttinn, gerðu stormandi lukku á þorrablóti Njarðvíkur sem fram fór á laugardaginn var. Þeir eru söngelskir menn og stjórnuðu fjöldasöng í íþróttahúsinu þar sem Njarðvíkingar tóku hressilega undir.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá þegar að kokkarnir spreyttu sig á lagi Upplyftingar, Traustur vinur, en þeir settu handbragð sitt á lagið þar sem Magnús Þórisson fór mikinn.