Miðvikudagur 16. mars 2011 kl. 17:16

Blokkflaututónar á degi tónlistarskólans

Ljúfir tónar ómuðu í grunnskólum Reykjanesbæjar og víðar á degi tónlistarskólans í gær. Forskólanemedur í grunnskólunum léku í sínum skólum með lúðrasveit tónlistarskólans yfir daginn og síðan allir saman um kvöldið í Íþróttahúsi Njarðvíkur. Foreldrar og forráðamenn krakkanna fylltu íþróttahúsið og höfðu gaman góðri tónlistarblöndu sem m.a. saman stóð af rokki, blokkflaututónum og söng þeirra yngstu. Meðfylgjandi eru myndir og eitt myndskeið frá tónleikunum.


-

-

Forskólakrakkarnir með blokkflauturnar ásamt lengra komnum nemendum í Íþróttahúsi Njarðvíkur. VF-myndir/pket