Laugardagur 8. maí 2010 kl. 14:48

Blóðugur maður handtekinn - video

Lögreglan á Suðurnesjum hefur handtekið mann sem grunaður er um að hafa valdið dauða annars manns í Reykjanesbæ í nótt. Þetta hefur Morgunblaðið eftir heimildum en ábendingar til lögreglu eftir að vitni sáu blóðugan mann á gangi. Lögreglan vildi ekki staðfesta það í samtali við Víkurfréttir að maður hefði verið handtekinn en boðaði tilkynningu á næstu klukkustundum.


Lögreglan er að yfirheyra hinn handtekna, en til hans náðist í Reykjanesbæ nú um hádegisbilið í dag.


Samkvæmt sömu heimildum Morgunblaðsins var um ofbeldisglæp að ræða og voru miklir áverkar á líkinu þegar það fannst.


Meðfylgjandi er myndskeið sem tekið var á vettvangi glæparannsóknar í Keflavík í morgun og sýnir lögreglumenn að störfum.