Blátt lón, rauð mylla og viðskiptalíf
– í nýjasta þætti Sjónvarps Víkurfrétta
Fjórtándi þáttur Sjónvarps Víkurfrétta er orðinn aðgengilegur á netinu í háskerpu.
Í þættinum í þessari viku tökum við hús á Samkaupum og Kaupfélagi Suðurnesja sem á þessu ári fagnar 70 ára afmæli. Við kíkjum einnig á framkvæmdir við Bláa lónið þar sem nú rís lúxushótel og upplifunarsvæði baðlónsins stækkar. Í lok þáttar förum við svo á lokaæfingu hjá Vox Arena, leikfélagi Fjölbrautaskóla Suðurnesja, sem sýnir Moulin Rouge í Andrews menningarhúsinu á Ásbrú.
Fróðlegur og áhugaverður þáttur þessa vikuna.