Blái herinn í aldarfjórðung
Tómas Knútsson fagnaði aldarfjórðungsafmæli Bláa hersins á síðasta ári en starfsemi hersins hefur farið vaxandi á hverju ári. Nýlega kom Útvegsmannafélag Suðurnesja færandi hendi og styrkti starfsemiina með 5 milljóna króna framlagi. Tómas fór aðeins yfir söguna og helstu verkefni í fortíð og nútíð með Páli Ketilssyni, ritstjóra Víkurfrétta.
Þau Erla Pétursdóttir frá Vísi hf. og Heiðar Hrafn Eiríksson frá Þorbirni hf. sem undirrituðu samning við Bláa herinn um hreinsunarstarfið en auk þessara tveggja útgerðarfélaga eiga Gjögur hf., Nesfiskur hf., Saltver hf. og Víkurhraun ehf. aðild að Útvegsmannafélagi Suðurnesja.