Blái Dusterinn gefinn
Bílaleigan Blue Car í Reykjanesbæ setti í gang leik á samfélagsmiðlum í desember þar sem bíll, nýlegur Dacia Duster var í boði undir heitinu „Átt þú hann skilið“. Mörg þúsund umsóknir bárust á heimasíðu fyrirtækisins en það var síðan ungt par með tveggja ára dreng sem glímir við sjaldgæfan sjúkdóm sem fékk bílinn. Við fylgjumst með afhendingu gjafarinnar í þættinum.