Bláa Lónið í Geðveikum jólum
	Geðveik jól er jólalagakeppni 15 fyrirtækja til styrktar Geðhjálpar. Bláa Lónið er eitt þessara fimmtán fyrirtækja og er því nokkurs konar fulltrúi Suðurnesja í keppninni.
	
	Þann 5.desember voru öll lögin frumflutt í beinni útsendingu á Skjá einum í opinni dagskrá. Að því loknu mun kosning fara fram til 19.desember á www.gedveikjol.is.
	
	Jón Gnarr er kosningastjóri verkefnisins í gervi jólasveinsins „Geðgóður”. Allir starfsmenn Bláa Lónsins tóku þátt í undirbúningi og gerð tónlistarmyndbandsins, sem frumsýnt var í gær.
	
	Myndbandið má sjá hér að neðan, en það er virkilega gott. Lesendur Víkurfrétta ættu því að fara inn á www.gedveikjol.is og veita myndbandi Bláa Lónsins brautargengi.

