Björk: Sameining sveitarfélaga var gæfuspor
Björk Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, er hætt afskiptum af bæjarmálum. Í hennar huga er sameining sveitarfélaganna Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna árið 1994 eitt það eftirminnilegasta frá bæjarstjórnarferlinum. „Tíminn hefur sýnt að það var gæfuspor,“ segir Björk í viðtali við Víkurfréttir. Hún segir stöðu Reykjanesbæjar góða. Sveitarfélagið glími í dag við erfiðleika eins og svo margir. Hún segir bæinn eiga eftir að yfirstíga þá erfiðleika. „Hér er svo margt gott í farvatninu,“ segir Björk og bætir við að einnig hafi margt verið gert á undanförnum árum.
- Ítarlegt viðtal er við Björk í Sjónvarpi Víkurfrétta hér að ofan.