Miðvikudagur 2. desember 2015 kl. 06:00

Bjöllukór með Sinfó og í Carnege Hall

– sjáið innslag Sjónvarps Víkurfrétta hér!

Bjöllukór Tónlistarskóla Reykjanesbæjar er einstakur á landinu. Hann mun spila á jólatónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands nú í desember og er það fjórða árið í röð sem tónlistarfólkinu úr Reykjanesbæ hlotnast sá heiður.

Bjöllukórinn fór einnig í frægðarför til Bandaríkjanna í sumar þar sem hann spilaði meðal annars í Carnege Hall. Við kíktum á æfingu hjá bjöllukórnum og ræddum við tónlistarfólk sem handleikur þessi sérstöku og jólalegu hljóðfæri.