Biskup heimsótti Víkurfréttir - video
Biskup Íslands, frú Agnes M. Sigurðardóttir, hefur verið á ferðinni um Suðurnes síðustu daga og ferðalag hennar heldur áfram á sunnudag og mánudag.
Biskup er að vísitera Kjalarnesprófastdæmi og síðustu daga hefur frú Agnes verið í Garði og Sandgerði. Í gær var hún í Keflavík og á Ásbrú en í dag heimsótti hún Njarðvíkursóknirnar. Á sunnudag verður biskupinn m.a. við fermingu í Keflavíkurkirkju og fjölmargt fleira er á dagskránni. Frú Agnes mun svo heimsækja Grindavík í byrjun júní.
Í dag heimsótti biskupinn m.a. Krossmóa í boði Kaupfélags Suðurnesja. Þá heimsótti hún ritstjórn Víkurfrétta og við það tækifæri tókum við meðfylgjandi viðtal.