Fimmtudagur 18. ágúst 2016 kl. 17:12

Bílaleiguvöxtur og Indlandsútrás og makríll í nýjasta þætti SVF

- Sjónvarp Víkurfrétta komið úr sumarfríi

Sjónvarp Víkurfrétta er með sinn vikulega þátt á ÍNN í kvöld, fimmtudagskvöld kl. 21:30. Þetta er fyrsti þátturinn eftir sumarfrí en síðasta mánuðinn hafa verið endursýndir þættir úr safni Sjónvarps Víkurfrétta.

 Í fyrri hluta þáttarins ætlum við að skoða þann mikla vöxt sem orðið hefur í starfsemi bílaleiga sem er einn fylgifiska aukins ferðamannastraums um Keflavíkurflugvöll. Í síðari hluta þáttarins heimsækjum við tvö fyrirtæki sem eru á leiðinni til Indlands og kíkjum í makríllöndun við Keflavíkurhöfn.

Þáttinn má sjá hér að ofan í háskerpu.