Bikarsyrpa - Keflavík gegn Njarðvík (Video)
Nágrannaliðin í Reykjanesbæ, Keflavík og Njarðvík, áttust við í bikarkeppninni í körfuknattleik í íþróttahúsinu við Sunnubraut í Keflavík á mánudagskvöld. Víkurfréttir voru á staðnum og festu viðureignina og stemmninguna á myndband sem Hilmar Bragi kvikmyndaði og hefur nú sett saman við viðtölum Páls Ketilssonar.
Fáeinar athugasemdir hafa verið settar inn í myndbandið í formi texta, sem við biðjum hlutaðeigandi ekki að taka alvarlega...